Jæja sæl aftur. Ég hef ekkert bloggað síðan 10. júní og þá meira að segja gleymdi ég að "publisha" og birtist það síðan í dag. Netið hefur legið niðri hjá mér núna í tæpa viku. Ég drattaðist svo loks til þess að laga þetta í dag og er til í blogg. Vikan síðastliðna var ótrúlega fljót að líða. Spurs urðu meistara og Helgi vinur ætti að vera kátur. Ég náði nú ekki að sjá neina af þessum leikjum enda veitti manni nú ekki af svefninum því Matthías Páll er frekar snemma á fætur á morgnana. Hann er alveg ótrúlega mikil rúsína og er farinn að brosa og brosa. Hann brosti svo fallega og lengi til Dísu í dag að hún varð vandræðaleg.

Ég er enn á fullu að finna nám við hæfi út í henni Danmörku. Það togast á í mér að skella mér í kennaranám eða halda áfram að skoða "Communication studies". Satt best að segja er ég búinn að fara 100 hringi og er svolítið ruglaður þessa dagana.
Fæðingarorlofið er að klárast í bili og mun ég byrja að vinna aftur 1. júlí. Ég get nú ekki sagt að ég sé spenntur, en það verður samt gaman að hitta vinnufélagana aftur því að mórallinn er ágætur.

Ég skellti mér í bumbubolta núna um daginn (fótbolti með vinnufélögum) og ég hef verið hálf aumur síðan. Ástkær vinnufélagi minn hann Sunnar (Sigurður Unnar) gat ekki leyft mér að ná til boltans og keyrði (óviljandi vonandi) í hliðina á mér og ég er viss um að ég hafi eitthvað brákað eitt rifbein eða eitthvað því þetta var og er fjandi vont. Nú veit ég hvernig Adam leið þegar Eva var í smíðum. En þetta er nú allt að lagast.

venlig hilsen.

Arnar

Ummæli

Vinsælar færslur